Hækkar bílverð á Íslandi?
Það hefur lengi legið fyrir að mælingar á eyðslu bíla og Co2 losun þeirra gæfu ekki sanna mynd af raunveruleikanum og fyrir vikið boðið upp á tækifæri til mistúlkunar í tæknilegri framsetningu framleiðenda.
Í ljósi þess að margvíslegir þættir hafa breyst frá því að núverandi staðall var innleiddur, upp úr 1980, var orðið tímabært að hanna nýjan staðal. Þá þótti sýnt að eldri staðlar væru hvorki að gagnast neytendum né umhverfinu sem skildi. Því þótti brýnt að breyta þeim.
Nýjar mælingar víkja frá úreltum viðmiðum og líkja betur eftir akstri einsog hann er í raun og sann. Það þýðir að mæligildi munu hækka þ.e. eyðsla mun mælast hærri og CO2 losun einnig í nýju mælingunni, en hún kallast WLTP og er skammstöfun fyrir Worldwide Harmonised Light Vehicle Test Procedure.
Við þetta breytist hvorki raunveruleg eyðsla né mengun, heldur færist mæligildið nær raunveruleikanum. Ný staðallinn líkir mun betur eftir raunverulegum akstri. Bíllinn er mældur á mismunandi hraða auk þess sem alltaf er mældur léttasti og þyngsti bíll hverrar tegundar. Þetta gerir það að verkum að hægt er að sjá áhrif þyngdar á eyðslu og CO2 losun. Þau mæligildi eru síðan notuð til að reikna út eyðslu fyrir allar aðrar gerðir sömu tegundar og alla einstaka aukahluti sem fáanlegir eru fyrir hverja tegund. Hérlendis byggja vörugjöld bíla á C02 gildum í tíu flokkum þar sem þau miðast við C02 losun per km. Það er ljóst að nýtt WLTP mæligildi gæti orðið til þess að tiltekinn bíll hækkaði það mikið að hann færðist milli gjaldflokka, eins eða fleiri - þá hækka vörugjöld bílsins og verð hækkar í samræmi við það. Því má fastlega reikna með að verð á nýjum bílum muni hækka við gildistöku nýja staðalsins þann 1. september 2018.
Vertu á undan hækkunum!
Óhætt er að staðhæfa að taki stjórnvöld hérlendis ekki tillit til þessara breytinga muni þær hafa mikil áhrif á verð nýrra bíla til hækkunar. Hún verður eflaust mismikil eftir bíltegundum og gæti verið frá 10% og til allt að 40%. Bílar sem þegar eru komnir til landsins og búið er að forskrá hjá Samgöngustofu mega halda gömlu gildunum og tollafgreiðast þá á lægra gjaldi. Bílar fluttir inn eftir 1. september á þessu ári tollafgreiðast miðað við hærri CO2 gildi og þ.a.l. á hærri vörugjöldum. Þetta gæti þýtt aukna sölu nýrra bíla sem eru til á lager og voru forskráðir á eldra mæligildi eða á meðan birgðir endast.
Bílabúð Benna hvetur þá sem eru í bílahugleiðingum til að færa sér í nyt frábær kjör á nýjum bílum og ganga frá kaupum áður en verð á bílum hækkar vegna fyrirhugaðra reglugerðabreytinga.
Eldri fréttir
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag
-
24. apr 2024Opnunartímar Bílabúðar Benna, 24. apríl út júní.
-
07. mar 2024Lokað laugardaginn 9 mars