Góðir gestir

skrifað föstudagur, 21. febrúar, 2014
Ás VinnustofaÁs Vinnustofa

Við fengum góða gesti í heimsókn nú á dögunum þegar tveir hópar starfsmanna frá Ás vinnustofu komu og kynntu sér starfsemi Bílabúðar Benna. Jóhannes Egilsson þjónustustjóri okkar tók rúntinn í allar deildir fyrirtækisins og var mikið spjallað og spekúlerað.

Að sama skapi fengum við upplýsingar um Ás vinnustofu þar sem fram fer stórmerkilegt starf. Þar er lögð áhersla að skapa fólki með fötlun, með skerta starfsgetu, vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum þess og getu. Á Ási er lögð áhersla á að efla sjálfsöryggi einstaklingsins, bæta fjárhag hans og starfshæfni, helst það mikið, að hann komist á almennan vinnumarkað.

Starfsemin er í Brautarholt 6 og í dag eru stöður í vinnu og virkni fyrir einstaklinga með fötlun orðin 30 og starfa í þeim að jafnaði 42 starfsmenn. Á Ási er m.a. starfrækt saumastofa, framleidd endurskinsmerki og boðið uppá alhliða pökkunarvinnu fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Við þökkum Ás vinnustofu kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.