PORSCHE MENNING Í 70 ÁR.

á Menningarnótt (Högni Egilsson og Helgi Svavar Helgson)
Sportbílasýning og framandi tónar í Brimhúsinu Miðbakka á Menningarnótt frá kl. 13:00 - 19:00.
Menningin hefur mörg andlit og eitt af þeim er Porsche.
Í tilefni 70 ára afmælis sportbílaframleiðslu Porsche stendur Porsche klúbburinn á Íslandi fyrir glæsilegri sýningu á tugum sportbíla á Menningarnótt í dag. Til sýnis verða fágæt eintök af Porsche sem endurspegla jafnt gamla sem nýja tíma í sögu metnaðarfyllsta sportbílaframleiðanda heims.
Porsche sportbílasýningin fer fram í Brimhúsinu við Geirsgötu frá kl. 13:00 til 19:00. Í takt við tilefnið bjóða listamenn uppá einstaka tónlistargjörninga.
Kl. 14:00: Bankað upp á bílinn. Slagverksmeistarinn Helgi Svavar Helgason magnar upp eggjandi takta á húdd, þak og felgur virðulegrar Porsche bifreiðar. Helgi Svavar fremur sína fágætu list kl. 14:00, 14:15 og 14:30.
Kl. 15:30: Högninn og holað innan tré. Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tekur sér víólu í fang og seiðir fram töfrandi tóna sem hann blandar sinni eigin himnesku söngrödd.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning