Frábær Chevrolet dagur

skrifað mánudagur, 27. október, 2014
Frábær Chevrolet dagur

Bílabúð Benna bauð Chevrolet eigendum á hinn árlega Chevrolet dag síðastliðinn laugardag.

Einsog fyrri daginn var mætingin frábær og fjölmenntu heilu fjölskyldurnar til okkar með Chevrolet bílana sína í Tangarhöfðann og í Njarðarbraut í Reykjanesbæ.

Fjölmargir þáðu ókeypis vetrarskoðun, nýttu sér sértilboð á bílavörum og nutu hressandi glaðnings hjá starfsfólki okkar.

Við þökkum fyrir frábæran dag og óskum Chevrolet eigendum velfarnaðar í umferðinni í vetur.