Fjöldi gesta á Opel sýningu

skrifað þriðjudagur, 30. september, 2014
Fjöldi gesta á Opel sýningu

Fjöldi fólks lagði leið sína til okkar um helgina í tilefni þess að fyrirtækið fagnar því að hafa tekið við Opel umboðinu á Íslandi. Þýski sendiherrann Thomas Hermenn Meister og Joachim Sell, yfirmaður alþjóðadeildar Opel, heiðruðu samkomuna og ávörpuðu gesti.

Viðtökurnar fóru framúr okkar björtustu vonum og mikil ánægja er hér á bæ með hvernig til tókst.

Sýningarhelgina mættu hátt í tvö þúsund manns, bæði á Tangarhöfðann og í útibú okkar í Reykjanesbæ, til að forvitnast um nýjustu bílana frá Opel og samfagna okkur með þessi tímamót í starfsemi fyrirtækisins.