Ferðaklúbburinn 4X4 30 ára – Afmælisboð 9. Mars

skrifað föstudagur, 8. mars, 2013
ferdaklubburinn_4x4_logoferdaklubburinn_4x4_logo

Í ár fagnar Ferðaklúbburinn 4X4 30 ára afmæli sínu. Af því tilefni býður Bílabúð Benna félagsmönnum og áhugamönnum um starfsemi klúbbsins í afmæliskaffi og - köku að Vagnhöfða 23, laugardaginn 9. mars, frá kl. 10:00 – 16:00. Glæsileg afmælistilboð og bílasýning á staðnum. Í tilefni dagsins býður Bílabúð Benna upp á valdar vörur á tilboðsverði til félagsmanna. Auk þess verða jeppar félagsmanna til sýnis á staðnum. Sjón er sögu ríkari.