Chevrolethola í höggi

Laugardag og sunnudag, 3.- 4. september, verður Chevroletmótið haldið. Það er loka mótið í Eimskipsmótaröðinni. Meðfram mótinu mun Bílabúð Benna standa fyrir skemmtilegri keppni sem kallast „Chevrolethola í höggi“ og þar mega allir taka þátt.
Chevroletmótið í Eimskipsmótaröðinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Spennan nálgast nú toppinn og margir af fremstu kylfingum landsins munu takast á og er búist við hörku keppni. Nánari upplýsingar á golf.is.
“Chevrolethola í höggi” keppnin fer fram samhliða keppninni í Eimskipsmótaröðinni og mega allir, nema atvinnukylfingar og böj, taka þátt, sér að kostnaðarlausu. Sá sem fer holu í höggi, í úrslitunum, ekur heim á glæsikerrunni Chevrolet Camaro.
Reglur leiksins eru eftirfarandi: Forkeppni “Chevrolethola í höggi” leiksins verður haldin á púttvellinum á Urriðavelli, milli kl. 12 – 16, á laugardeginum. Keppendur reyna þá að vippa sem næst ákveðinni holu.
Þeir 2 kylfingar sem komast næst holu á hverjum klukkutíma fara áfram í úrslitakeppnina. Sérhver kylfingur fær eina tilraun á hverjum klukkutíma til að reyna að komast í úrslit.
Sjálf úrslitakeppni “Chevrolethola í höggi” leiksins, verður háð á sunnudeginum, eftir verðlaunaafhendingu í Eimskipsmótinu. Þar fá þeir 8 keppendur sem komust áfram í úrslit á laugardeginum eitt tækifæri til að fara holu í höggi.
Fari keppandi holu í höggi gilda reglur R&A (áhugamannaréttindi) og RSK (um tekjuskatt). Þátttaka er á ábyrgð keppenda.
***Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að nýta sér þetta tækifæri og mæta á Urriðavöll á laugardaginn kemur. Skráning er á staðnum sem og nákvæmari útlistun á reglum “Chevrolethola í höggi” keppninnar.