Chevrolet fyrstir með miðjupúða

skrifað 11. okt 2011
Chevrolet fyrstir með miðjupúða

Chevrolet er fyrsti bílaframleiðandinn sem býður bíla sína með öryggispúða milli ökumanns og framsætisfarþega. Þessi nýjung verður komin í nokkrar tegundir Chevrolet frá og með 2013 árgerðinni.

Miðju öryggispúðinn er byltingarkennd nýjung og er hugsaður til að vernda farþega hvorn frá öðrum við hliðarárekstur og einnig ökumann ef hann er einn í bílnum og ekið er á hægri hlið bílsins.

Hann kemur líka að miklu gagni við veltur. Öryggispúðanum er komið fyrir í stokki milli framsætanna.
Rannsóknir sýna að 11% dauðaslysa ökumanna verða vegan árekstra frá hægri hlið. Tilkoma þessara púða eiga vafalaust eftir að minnka skaðann af slíkum óhöppum og vonandi lækka þessa tölu.