Chevrolet dagurinn

Nú þegar veturinn er á næsta leiti ætla starfsmenn Bílabúðar Benna að halda upp á Chevrolet daginn með viðskiptavinum sínum. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna segir að Chevrolet dagurinn snúist um að auka öryggi og ánægju Chevrolet eigenda með ókeypis vetrarskoðun, sértilboðum og ýmsum glaðningi fyrir alla fjölskylduna.
“Það má líta á Chevrolet daginn sem þakklætisvott til viðskiptavina okkar og við ætlum að festa hann í sessi í framtíðinni,” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna.
Chevrolet eigendur eru hvattir til að koma og njóta þess sem boðið verður uppá á Chevrolet deginum. Starfsmenn Bílabúðar Benna ætla að standa vaktina á milli kl. 11:00 og 16:00, laugardaginn 12. október, í Reykjavík og Reykjanesbæ.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning