Bílabúð Benna lækkar verð á öllum innfluttum vörum.

skrifað föstudagur, 3. mars, 2017
Bílabúð Benna lækkar verð á öllum innfluttum vörumBílabúð Benna lækkar verð á öllum innfluttum vörum

Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á öllum nýjum bílum, dekkjum og varahlutum, vegna styrkingar krónunnar.

Verðlækkunin er mismunandi eftir tegundum og vöruflokkum, en getur numið umtalsverðum upphæðum.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það sé kappsmál hjá Bílabúð Benna að koma hagstæðri gengisþróun, á hverjum tíma, til viðskiptavina sinna. Fyrirtækið hafi gripið tækifærið fyrir nokkrum mánuðum síðan og lækkað verð umtalsvert og nú hafi myndast svigrúm til að lækka verðið enn og aftur.

Verðbreytingarnar eiga meðal annars við um dekk sem lækka verulega í verði, óháð því hvort um vetrardekk, sumardekk eða heilsársdekk er að ræða.