Bílabúð Benna í Eyjum um helgina.
Við frá Bílabúð Benna heimsækjum Vestmannaeyinga um helgina með glæsilegan bílaflota og sláum upp sýningu við Nethamra.
Til sýnis verða Opel, Chevrolet og SsangYong bílar.
Frá Opel ber hæst frumsýning á nýkjörnum Bíl ársins í Evrópu, Opel Astra, aðrar gerðir frá Opel eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka og töffarinn Corsa.
Frá Chevrolet verður flaggað hinum fallega Cruze og metsölubílnum Spark.
Þá verða líka með í ferð hörku jepparnir Korando og Rexton frá SsangYong, sem vakið hafa athygli fyrir gæði og frábært verð.
Bílasýningin fer fram við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, laugardaginn 30. apríl, frá kl: 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. maí, frá kl. 11:00 til 14:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Heitt verður á könnunni og bakkelsi á borðum.
Eldri fréttir
-
06. nóv 2024Vetrardagar KGM
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag