Besta ár Opel í áratugi

Nýlega lögðu Opel verksmiðjurnar fram rekstraruppgjör sitt fyrir árið 2018, sem leiðir í ljós að um methagnað er að ræða hjá þýska bílasmiðnum.
Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að miðað við uppgang fyrirtækisins undanfarin misseri, hafi menn sannarlega átt von á góðu. Skemmst væri að minnast að Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel, hafi hlotið „COMPANYBEST“ titilinn á vegum „AUTOBEST Awards“, fyrir að leiða viðsnúning í rekstri Opel.
Gestur Benediktsson, sölustjóri Bílabúðar Benna,: „Tímasetning þessa frábæra árangurs gæti varla verið betri, því Opel fagnar 120 ára sögu sinni í ár. Það mun sannarlega líka setja svip sinn á okkar starf á árinu, en þessa dagana erum við t.d. að kynna Aktiv línuna í Opel salnum; sérútbúna Grandland X , Crossland X og Mokka X, fyrir útivistarfólkið. Síðasta laugardag héldum við sérstakan Opel Aktiv dag í Opel salnum þar sem þessir vel græjuðu bílar voru í öndvegi ásamt því að Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum mun mætti á svæðið og hélt frábæra fyrirlestur um fjallaskíðamennsku og snjóflóðahættu, fyrir gesti okkar“ segir Gestur.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning