Benni lækkar verð á nýjum bílum
Krónan styrkist og við lækkum verð

Í ljósi þess að íslenska krónan hefur styrkst verulega undanfarna mánuði hefur Bílabúð Benna ákveðið að lækka verð á nýjum bílum frá Porsche og KGM
Verðlækkunin tekur gildi strax og nær til nýrra bíla í sölu hjá fyrirtækinu.
„Við teljum það bæði eðlilegt og mikilvægt að styrking krónunnar skili sér beint til viðskiptavina,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. „Við höfum alltaf lagt áherslu á gagnsæi og sanngirni í verðlagningu og með þessari aðgerð viljum við sýna ábyrgð og bregðast við röddum neytenda.“
Verðlækkunin nær til nýrra bíla frá Porsche og KGM, hvort sem um ræðir sportbíla, fjölskyldubíla eða rafbíla. Bílabúð Benna býður nú sérstaklega hagstæð kjör fyrir alla sem hyggja á bílakaup og hvetur fólk til að kynna sér úrvalið í sýningarsalnum eða hér á vefnum.
Porsche https://porsche.is/
Eldri fréttir
-
28. maí 2025911 Targa sportbílasýning á laugardag.
-
19. maí 2025Bílabúð Benna í 50 ár! Stórafmælishátíð á laugardag
-
16. apr 2025Páskaopnun
-
09. apr 2025Páskaglaðningur fylgir völdum rafbílum í apríl
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna