Afmælishátíð Bílabúðar Benna

Bílabúð Benna er 40 ára á þessu ári. Fyrirtækið, var stofnað 26. maí, árið 1975, af hjónunum Benedikt Eyjólfssyni og Margréti Betu Gunnarsdóttur.
„Við erum ákaflega stolt á þessum tímamótum og munum fagna áfanganum með ýmsum hætti á afmælisárinu undir yfirskriftinni „Bein leið í 40 ár.“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.
„Við hefjum fagnaðinn, laugardaginn 13. júní, með veglegri afmælishátíð fyrir alla fjölskylduna, við höfuðstöðvar okkar að Vagnhöfða 23.“
Að sögn Benedikts verður hátíðin afar fjölbreytt, 40 afmælistertur verða á boðstólum ásamt grilluðum pylsum, gosi og ís.
Fjöldi skemmtikrafta koma fram, m.a. Sirkús Íslands, Lína Langsokkur og hin rómaða hljómsveit Sólin(n) frá Sandgerði, með Kidda Casio í fararbroddi, sem kemur saman sérstaklega af þessu tilefni. Auk þess verða leiktæki á svæðinu fyrir börnin ásamt andlitsmálurum og blöðrulistamönnum.
Að sjálfsögðu verða líka forvitnilegir bílar, nýir og gamlir, til sýnis.
Afmælishátíðin hefst kl. 12, laugardaginn 13. júní, og stendur til kl. 16, við húsakynni fyrirtækisins í Vagnhöfðanum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning