Allt á hjólum bílasýning í Fífunni 9 - 10 maí

skrifað fimmtudagur, 7. maí, 2015
Ope CacadaOpe Cacada

Það kennir ýmissa grasa hjá Bílabúð Benna á sýningunni sem hefst á laugardag í Fífunni en á engan bíl er hallað þegar sagt er að líkast til sé einna mest spennandi að skoða tvo Porsche 911 Targa, annan glænýjan og hinn frá árinu 1970.

Það stefnir í stórglæsilega sýningu og má segja með sanni að bílaflóran hafi aldrei verið jafn spennandi og núna. Það verða spennandi frumsýningar og þá verða einnig bílar sérinnfluttir til landsins vegna hennar, m.a. Porsche 911 Targa 4S, blæjubíllinn Opel Cascada, ásamt þrælöflugum 280 hestafla Opel Astra OPC og keppnisbíll frá Opel úr Dakar rallinu sem styrktur er af Toyo dekkjaframleiðandanum.

911 Targa er víðfrægur sportbíll, kynntur fyrst til sögunnar 1965. Eitt helsta einkenni bílsins var hinn stállitaði veltigrindarbogi sem setur svo sterkan svip á þessa gerð 911. „Í gegnum árin hefur týpan tekið ákveðnum breytingum, meðal annars var hann með glerþaki um hríð, en með þessari gerð er horfið aftur til upprunans og boginn aftur orðinn stállitaður, óháð því hvernig bíllinn sjálfur er á litinn. Þá er tæknin sem fellir niður þakið virkilega áhugaverð og gaman að sjá það gerast

Ekki má gleyma því að í tilefni af Allt á hjólum mun Bílabúð Benna sömuleiðis hafa til sýnis 1970 árgerð af Porsche 911 Targa. Þetta er bíll í upprunalega útlitinu, í eigu Íslendings, og búið er að taka hann í gegn skrúfu fyrir skrúfu, ef svo má segja. Það má segja að þarna er um að ræða einn glæsilegasta Porsche-bílinn á landinu. Alveg virkilega fallegur og spennandi dýrgripur.

Bílabúð Benna leggja sérstaka áherslu á hybrid rafmagnsbílatækni þegar Porsche er annars vegar. Bæði Porsche Panamera og Cayenne sem búnir eru þessari tækni verða til sýnis fyrir gesti „Allt á hjólum“, en alls verða 9 Porsche bílar til sýnis.

Hið sögufræga þýska merki Opel hefur minnt rækilega á sig á markaðnum síðustu misseri, bæði erlendis og ekki síður hér heima. Á sýningunni verður til sýnis öll bílalína Opel þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hjá Chevrolet verður smábíllinn Spark í aðalhlutverki enda einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki á landinu. Þessi bíll hefur fyrir löngu sannað sig hér á landi og selst eiginlega hraðar en mjólkin í Bónus.

Frítt er inn á sýninguna og opið á laugardag kl. 11-18 og sunndag kl. 12-17.