Afmælissýning Porsche 911

Goðsögn sportbílanna er 50 ára: Frægasti sportbíll heims Porsche 911 var afhjúpaður 1963, hann er því 50 ára á þessu ári. Á hálfrar aldar sögu 911 hefur aldrei verið hnikað frá þeim gildum sem bílahönnuðurinn Ferdinand Porsche, lagði til grundvallar við smíðina; að vera framúrskarandi sportbíll, þar sem stefnt er að fullkomnun án málamiðlana. Það segir sína sögu að 70% allra Porsche 911 sportbíla sem hafa verið framleiddir eru enn á götunum.
Laugardaginn 7. september, frá kl. 12:00 til 16:00, ætlar Bílabúð Benna , umboðsaðili Porsche á Íslandi, að halda upp á afmælið með veglegri sýningu.
Í Porsche salnum verða til sýnis glæsileg eintök af Porsche 911, frá ýmsum tímaskeiðum, sem endurspegla einstaka hönnunarsögu þessa frægasta sportbíls heims.
Að sjálfsögðu verða aðrir bílar frá Porsche einnig til sýnis. Fjölskyldu og sportjeppinn Porsche Cayenne og einnig sportbíll heimsins Cayman.
Allir eru velkomnir.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning