Afmæli Porsche 911
skrifað miðvikudagur, 11. september, 2013

Fjöldi fólks lagði leið sína í Porsche salinn hjá Bílabúð Benna um helgina, þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Porsche 911 sportbílsins með glæsibrag. „Þetta var ánægjulegur dagur í alla staði og gestir okkar, sem skiptu hundruðum, nutu þess að skoða allar útgáfurnar af Porsche 911 sem raðað hafði verið upp á staðnum og endurspegluðu hálfrar aldar hönnunarsögu þessa frægasta sportbíls í heimi.
Fjölmargir nýttu líka tækifærið til að skoða aðra Porsche bíla sem voru til sýnis, m.a. fjölskyldu- og sportjeppann Porsche Cayenne og Cayman, sem var valinn sportbíll heimsins á þessu ári,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche hjá Bílabúð Benna um afmælissýninguna.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning