4X4 í afmælisboði hjá Bílabúð Benna

skrifað mánudagur, 11. mars, 2013
sukkuladikakkasukkuladikakka

Samband Bílabúðar Benna og Ferðaklúbbsins 4X4 á sér langa og farsæla sögu. Ferðaklúbburinn fagnar 30 ára afmæli á árinu. Af því tilefni bauð verslun Bílabúðar Benna klúbbfélögum til afmælisfagnaðar, laugardaginn 9. mars. Hátt í 300 gestir þáðu boðið og lögðu leið sína í Vagnhöfðann. Mikið var spjallað, menn rifjuðu upp gömul ævintýri og gæddu sér á afmælisveitingum við hæfi.

Meðlimir 4X4 klúbbsins stóðu fyrir jeppasýningu á staðnum og verslun Bílabúðar Benna bauð kostakjör á mörgum varningi í tilefni dagsins. Söludeild nýrra bíla hjá Bílabúð Benna stóð jafnframt fyrir kynningu og nýttu margir sér tækifærið til að skoða Chevrolet 2013 línuna og smella sér í reynsluakstur.

bilabud_benna_4x4bilabud_benna_folk