300 hestafla 4x4 Plug-in Hybrid frumsýndur
Bílabúð Benna hefur fagnað 45 ára afmæli sínu í sumar með fjölbreyttum viðburðum, frumsýningum og tilboðum. Og fyrirtækið er hvergi nærri hætt að halda upp á áfangann.
Nú berast þau tíðindi úr Krókhálsinum að flaggskip Opel sportjeppanna, Opel Grandland X, sé að koma til landsins í Plug-in Hybrid útgáfu og verði frumsýndur um helgina.
Opel Grandland Plug-in Hybrid útgáfan býður upp á magnaða tengiltvinn eiginleika sem birtast í 300 hestöflum, fjórhjóladrifi og drægni allt upp í 59 km á rafmagni einu saman. Hann mun líka verða fáanlegur framdrifinn og eru hvoru tveggja búnir 8 gíra sjálfskiptingu.
Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna er Grandland Plug-in Hybrid einstaklega rúmgóður bæði frammí og afturí auk þess sem farangursrýmið er mjög rúmgott. „Eitt það athyglisverðasta við þennan eðal sportjeppa er það að hér hefur Opel tekist að ná heilum 300 hestöflum út úr Hybrid vél. Og það skilar sér svo sannarlega á vegum úti, enda hrein akstursupplifun að aka honum; krafturinn, upptakturinn, mýktin og bara allt. Þetta er hreint út sagt stórkostlegur bíll í alla staði,“ segir Benedikt.
Nýr Opel Grandland X verður frumsýndur í sýningarsal Opel Krókhálsi 9,
laugardaginn 22. ágúst, klukkan 12-16.
Eldri fréttir
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag
-
24. apr 2024Opnunartímar Bílabúðar Benna, 24. apríl út júní.
-
07. mar 2024Lokað laugardaginn 9 mars
-
21. des 2023Opnunartími yfir jól og áramót
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt