300 Opel bílar til Sixt
Mikill uppgangur hefur verið hjá bílaleigunni Sixt. Að sögn Guðmundar Orra Sigurðssonar framkvæmdastjóra Sixt á Íslandi hefur vöxtur fyrirtækisins undanfarin ár verið í góðu samræmi við stöðugan vöxt innan ferðaþjónustunnar.
Sixt er með útleigustöðvar á tveimur stöðum, á Fiskislóð 18 í Reykjavík og við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Einnig er skutluþjónusta á Reykjavíkurvelli.
„Við leggjum mikið uppúr því að bjóða breiða þjónustulínu, til að mæta þörfum markaðarins sem best, hvort sem það snýr að skammtímaleigu til ferðamanna eða langtímaleigu til einstaklinga eða fyrirtækja, en sá þáttur í starfsemi okkar hefur líka vaxið umtalsvert undanfarin ár og nú í haust munu sendibílar bætast í flotann okkar,“ segir Guðmundur.
„Rekstraröryggi bílaleigubíla er lykilatriði og samsetning flotans okkar tekur mið af því. Nú erum við að taka inn 500 nýja bíla og þar af eru 300 bílar frá þýska gæðaframleiðandanum Opel,- allt frá Opel Corsa upp í Insignia, sem er flaggskipið þeirra. Við viljum geta boðið öllum viðskiptavinum okkar upp á spennandi, hagkvæman og umfram allt áreiðanlegan kost og við teljum okkur ná því markmiði með því að bæta Opel í bílaflotann hjá okkur.”
Bílaleigan Sixt er alþjóðleg bílaleigukeðja með höfuðstöðvar í Munchen. Hún var stofnuð í Þýskalandi árið 1912 og starfar nú í yfir 100 löndum.
Myndatexti: Sixt á Íslandi býður breiða línu af bílaleigubílum.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag