18 sigur Porsche í Le Mans.

Le Mans kappaksturinn, sem er erfiðasta þolraun bílaiðnaðarins var haldinn í Frakklandi í 84. sinn um síðustu helgi.
Í ár kepptu 60 bílar í Le Mans og voru þeir þandir til hins ýtrasta allan tímann. Eitthvað varð því undan að láta sem og varð raunin, því einungis 44 bílar skiluðu sér alla leið í mark. Sigurganga Porsche í þessari mögnuðu sólarhringskeppni, hófst 14. júní, 1970.
Núna um helgina, eftir eina jöfnustu keppni sem um getur í sögunni, landaði sigurlið Porsche sínum 18 sigri. Svo hörð og dramatísk var keppnin lengst af, að þegar 18 stundir voru liðnar af 24, skildi innan við mínúta að fimm fremstu bílana; tvær Toyotur, Porsche sem vann að lokum og bíla frá Audi.
Ökumenn sigurbílsins frá Porsche, sem fögnuðu sigri fyrir framan 260.000 áhorfendur, voru Neel Jani frá Sviss, hinn franski Roland Dumas og Þjóðverjinn Marc Lieb.
Að þessari keppni lokinni leiðir Porsche aðra bílaframleiðendur með 127 stigum, stendur 95 stigum framar en Audi og 78 stigum framar en Toyota. Ökumennirnir Dumas, Jani og Lieb hafa 94 stig og leiða aðra ökumenn með 39 stigum.
Skoða 919 Hybrid keppnisbíll Porsche
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning