100 þúsund Crossland X seldir
 Yfir 100 þúsund Opel Crossland X hafa selst á Evrópumarkaði
Yfir 100 þúsund Opel Crossland X hafa selst á Evrópumarkaðiþað sem af er ári.
Eitt af nýjustu útspilum Opel, Crossland X, hefur heldur betur slegið í gegn á Evrópumarkaði. Þar hafa yfir 100 þúsund bílakaupendur tryggt sér eintak nú þegar.
Crossland X var frumsýndur hérlendis nú á dögunum í nýjum sýningarsal Opel og SsangYong á Krókhálsi 9. „Crossland X gegnir lykilhlutverki í nýrri markaðssókn okkar á alþjóðavísu,“ segir Peter Kusbert, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Opel.
„Crossland X ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum í nýju X bílalínunni frá Opel, Mokka X og Grandland X, sem allir verða fáanlegir á öllum mörkuðum okkar á árinu, gegna stóru hlutverki í vexti Opel til framtíðar,“ segir Peter.
Samkvæmt tilkynningu frá Bílabúð Benna hefur Crossland X fengið mjög góðar viðtökur hérlendis. Hann seldist upp í febrúar, þá er mars sendingin langt komin og byrjað að selja Crossland X til afhendingar í apríl. „Crossland X er greinilega að svara þörfum margra Íslendinga og nú um helgina munum við svo frumsýna Mokka X á Krókhálsi og verður spennandi að sjá viðbrögðin,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.
Nánari upplýsingar um Opel Crossland X finnur þú HÉR
Eldri fréttir
- 
	15. okt 2025Afmælisferð til Stuttgart
- 
	20. ágú 2025Vegna frétta um innkallanir á bílum vegna loftpúða
- 
	15. ágú 2025Benni lækkar verð á nýjum bílum
- 
	28. maí 2025911 Targa sportbílasýning á laugardag.
- 
	19. maí 2025Bílabúð Benna í 50 ár! Stórafmælishátíð á laugardag
- 
	16. apr 2025Páskaopnun
- 
	09. apr 2025Páskaglaðningur fylgir völdum rafbílum í apríl
- 
	27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
- 
	05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
- 
	21. jan 2025Musso Grand frumsýning








