Þrír nýir frá Porsche í Los Angeles
Það er margt og mikið í uppsiglingu hjá Porsche sem ráðgerir þrjár heimsfrumsýningar á bílasýningunni í Los Angeles síðar í þessum mánuði.
Kynnt verða til sögunnar tvö ný GTS módel, 911 Carrera GTS og Cayenne GTS. 21. Þar verður og til sýnis viðhafnarútgáfan af Panamera, þ.e. Porsche Panamera Exclusive, sem eingöngu er smíðaður í 100 eintökum.
911 Carrera GTS sem kemur í fjórum útgáfum og brúar bilið milli 911 Carrera S bílsins og 911 GT3. 911 GTS er 430 hestöfl og verður fáanlegur bæði sem Coupe og blæjubíll, ýmist afturdrifinn eða með fjórhjóladrifi. Staðalbúnaðurinn hefur aukist til muna í honum og sem dæmi fylgir Sport Chrono pakkinn sem standard ásamt öðrum sportlegum aukahlutum.
Nýi Cayenne GTS er 440 hestöfl og búinn enn sportlegri fjöðrun sem og með 2,4 cm læri þyngdarpunkt sem eykur aksturseiginleikana, sem voru þó framúrskarandi fyrir.
Porsche er á góðri siglingu á Bandaríkjamarkaði og hefur á tímabilinu frá janúar til október 2014 vaxið um 11 prósent frá sama tíma í fyrra og er með yfir 39.000 eintök seld á þeim markaði. Heilt yfir hafa selst 151.500 bílar fyrstu 10 mánuði ársins sem er aukning um 14% milli ára, þar af 49.000 í Evrópu, sem er aukning um 17% .
Eins vekur athygli að sífellt fleiri viðskiptavinir eru að velja sér Hybrid bíla eins og Panamera S E-Hybrid og hafa Porsche selt yfir 20.000 eintök af honum það sem af er ári.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag