Magnaður Panamera Hybrid frumsýndur í París

skrifað miðvikudagur, 21. september, 2016
Nýr Porsche PanameraNýr Porsche Panamera

Bílasýningin í París er á næsta leyti. Þar mun Porsche m.a. frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera.

Ein eftirtektarverðasta gerðin af honum sem afhjúpuð verður núna, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 51 km drægi, sameinaða krafta upp á 462 hestöfl og 700 Nm tog. Hann er einnig búinn loftpúðafjöðrun og Sport-Chrono pakka, einsog sportbíll.
Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016.
Þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma skilgreindi framleiðandinn hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla, enda höfðu menn ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður.

Nýr Panamera er væntanlegur til Íslands vetur 2016.
Erum byrjaðir að taka niður pantanir.

Skoða Panamera